Verðskrá

Verðskrá

Hér fyrir neðan má sjá almenna verðskrá fyrir þýðingar annars vegar og túlkun hins vegar.

Þýðingar


Verð reiknast sem 2,30 danskar krónur auk virðisaukaskatts á hvert orð í frumtexta. Íslenskar stofnanir þurfa þó ekki að greiða virðisaukaskatt.


Fastir viðskiptavinir borga 2,20 danskar krónur á hvert orð og sama gildir um þýðingar umfram 10 staðalsíður. Verð miðast við hefðbundinn texta og afhendingartíma innan eðlilegra tímamarka. Semja þarf sérstaklega um þýðingar á flóknum fræðitextum og eins fyrir flýtiverkefni. Islandstolken er sérhæfður á eftirfarandi sviðum:


  • Velferðarmál
  • Heilbrigðismál
  • Félagsmál
  • Stjórnmál.

Ráðstefnutúlkun


Almennt verð reiknast miðað við 7 klukkustundir á dag hið mesta og grunngjaldið er 7.550 danskar krónur auk virðisaukaskatts. Miðað er við að tveir túlkar sitji saman í klefa og túlki til skiptis. Fjartúlkun er ekki í boði.


Í undantekningartilvikum er boðið upp á túlkun þar sem aðeins einn túlkur er í klefa. Islandstolken býður einungis upp á þá þjónustu þegar túlkað er að hámarki í 4 klukkustundir á dag. Þá leggst 25% álag ofan á áðurgreint verð. Islandstolken er sérhæfður á eftirfarandi sviðum:


  • Velferðarmál
  • Heilbrigðismál
  • Félagsmál
  • Stjórnmál.


Hagnýtar upplýsingar


Islandstolken notar þýðingaforritin memoQ og Trados og tekur að sér þýðingar fyrir einstaklinga, félög og stofnanir.


Viðskiptavinur greiðir ferðir, gistingu og uppihald þegar túlkun á í hlut. Islandstolken getur veitt aðstoð við að útvega túlka, bæði túlka með íslensku sem aðalmál og eins túlka úr og á finnsku. Islandstolken túlkar milli eftirfarandi tungumála:


  • Úr dönsku á íslensku
  • Úr norsku á íslensku
  • Úr sænsku á íslensku
  • Úr íslensku á dönsku.