Bakgrunnur

Sérsvið

Islandstolken hefur góða þekkingu á sviði velferðarmála, heilbrigðismála, félagsmála, menntamála og stjórnmála. Einnig hef ég haldgóða þekkingu á þjóðfélagsmálum í Danmörku eftir rúmlega aldarfjórðungs búsetu hér í landi.

Færni

Islandstolken hefur gott vald á helstu forritum sem nýtast við þýðingar og túlkun. Auk þess hef ég unnið með forrit eins og InDesign og vefumsjónarforrit í hagnýtum tilgangi þegar ég vann að útgáfustörfum á vegum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar.

Trados - 90%

memoQ - 90%

InDesign - 70%

Word - 90%

Viðurkenningar

Islandstolken hefur hlotið eftirfarandi viðurkenningu sem varðar þýðingar og túlkun:

Viðurkenning

Er löggiltur skjalaþýðandi úr dönsku á íslensku (Dómsmálaráðuneytið).

Menntun

Islandstolken er með cand.mag. gráðu í dönsku með ensku sem aukagrein. Auk þess hef ég lokið námi í uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands.

1978 - 1984

Københavns Universitet

Cand.mag.

Lauk öllum prófum til cand.mag. gráðu í dönsku en lokaritgerðinni, Postkortenes himmelflugt fra papiret ud i cyberspace, var lokið árið 2003.

1989 - 1992

Háskóli Íslands

Uppeldis- og kennslufræði

Lauk námi í uppeldis- og kennslufræði í fjarnámi samhliða kennslu í ensku og dönsku við Heiðarskóla í Leirársveit og Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi.

1974 - 1978

Háskóli Íslands

BA

Lauk BA-prófi í ensku sem aðalgrein og dönsku sem aukagrein.