Islandstolken
Síðuhöfundur er ráðstefnutúlkur og þýðandi sem er búsettur í Højbjerg í Árósum. Ég kom til Danmerkur í desember 2004 til að hefja störf á átta ára norrænum samningi hjá NUD í Dronninglund, Nordisk Uddannelsescenter for Døvblindepersonale, en sú stofnun var síðar sameinuð NVC, Nordens Välfärdscenter, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi og vann ég á þeirra vegum síðustu ár samningstímabilsins. Síðan árið 2013 hef ég verið sjálfstætt starfandi sem ráðstefnutúlkur og þýðandi með Norðurlöndin öll, Belgíu, Þýskaland og Eystrasaltsríkin sem starfssvæði.
Ég túlka úr dönsku, norsku og sænsku á íslensku og úr íslensku á dönsku.
Ég þýði úr og á dönsku og íslensku, en einnig úr ensku, norsku og sænsku á íslensku.
Nafn: Magnús Guðnason
Fæðingardagur: 13. des. 1954
Ríkisfang: Íslenskt og danskt
Heimilisfang: Holme Parkvej 286, DK-8270 Højbjerg, Danmark
Sími: (+45) 22 84 81 07
Netfang: mgudnason@gmail.com
Ég kenndi dönsku og ensku sem erlend tungumál í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi um tveggja áratuga skeið. Ég hef fengist við þýðingar í meira en 35 ár og ráðstefnutúlkun í meira en 15 ár. Ég hef íslenska löggildingu sem skjalaþýðandi úr dönsku á íslensku.
Túlkaði á námskeiðum og ráðstefnum og þýddi texta af ólíkum toga, skrifaði greinar, vann við ritstjórn og sá um tengslanet stofnunarinnar.
Ráðstefnutúlkun og þýðingar úr dönsku, norsku og sænsku á íslensku og úr íslensku á dönsku. Þýði líka úr ensku á íslensku.
Eftir mig liggja nokkrar greinar í þemaheftum Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar. Má þar til nefna heftin Fokus på ungdom utenfor, Fokus på døvblindhet, Fokus på nordisk handikappolitik, Fokus på eldre i informasjonssamfunnet, Fokus på kultur, media och synlighet og Fokus på velfærdsteknologi.
Copyright @ All Rights Reserved
Ég er skráður sem Magnús Guðnason á Íslandi og Magnus Gudnason hér í Danmörku (tvöfalt ríkisfang). Í dönsku fyrirtækjaskránni (CVR) er skráningarnúmer Islandstolken DK-34 11 37 42.